Vakin var athygli á því í gær að íbúar vöknuðu upp við það að það var kominn stórmarkaður upp á tugi þúsunda fermetra rétt fyrir framan stofugluggann hjá sér. Þetta er risaveggur upp á tugi metra í báðar áttir og í raun fáránlegt.
Reykjavíkurborg ber ábyrgð á málinu og segja nágrannar að þeir hafi ekki verið varaðir við þessu skipulagsslysi sem borgin hannaði.
Ummæli hafa verið birt á samfélagsmiðlum þar sem fólk er mjög hneykslað á þessum aðförum borgarinnar og fyrirtækisins sem á iðnaðarhúsið:
,,Hryllingsveggurinn sem vesalings fólkið í Breiðholtinu er komið með fyrir utan gluggann hjá sér er skelfilegt skipulagsslys og eðlilegt að borgar- og skipulagsyfirvöld séu gagnrýnd harðlega.
En mér finnst líka vanta að einhver spyrji eigendur ferlíkisins, sem eru einhverjir auðugustu kapítalistar landsins, hvort þeir finni ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart einum eða neinum í umhverfi sínu – og hvort þeir hafi hugsað sér að gera eitthvað til að bæta úr málunum?“ Segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sem tjáði sig um málið og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar.“
Valdníðsla, hneyksli og taumlaus græðgi
https://www.visir.is/g/20242663500d/-mer-finnst-thetta-bara-omur-legt-