Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað eru fimm vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 98 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili.
Lögreglustöð 1
Kona kærð fyrir hnupl í raftækjaverslun.
Manni vísað út úr félagslegu dvalarúrræði.
Tilkynnt um eignaspjöll á bifreið. Málið er í rannsókn.
Ökumenn kærðir fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot, t.d. að aka gegn rauðu ljósi, nota farsíma við akstur, aka á strætóakrein, hafa ljós á bifreiðinni sem reglugerð um gerð og búnað heimilar ekki, aka án réttinda.
Tveir aðilar kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir áflog og óspektir.
Við skipulagt umferðareftirlit var ökumaður handtekinn grunaður um ölvunarakstur.
Lögreglumenn við fyrrnefnt umferðareftirlit veittu athygli bifreið sem forðaðist eftirlitið. Fóru á eftir ökumanninum sem hljóp út úr bifreiðinni og faldi sig. Hún þefuð uppi og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór sína leið eftir gott samtal við lögreglumenn.
Ökumaður kærður fyrir að aka gegn einstefnu og án gildra réttinda. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann einnig vera undir áhrifum áfengis.
Maður kærður fyrir ofbeldistilburði sem og vörslu fíkniefna.
Maður kærður fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Árekstur milli tveggja bifreiða. Engin slys á fólki en tjón á ökutækjum.
Lögreglustöð 2
Maður handtekinn fyrir brot gegn lögreglusamþykkt, fyrir að brjóta rúðu, hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og neita að segja til nafns. Hann vistaður í fangaklefa þar til ástand hans leyfir að við hann sé rætt.
Kona handtekin grunuð um ölvunarakstur eftir að hún ók út af veginum. Önnur kona handtekin grunuð um sama sakarefni en hún hélt þó bifreiðinni á akbrautinni er lögregla hafði afskipti.
Tveir handteknir við skipulagt umferðareftirlit en þeir reyndust vera ölvaðir undir stýri.
skráningarmerki fjölda bifreiða fjarlægð sökum vanrækslu á að greiða af þeim tryggingar eða færa til skoðunar.
Farþegi leigubifreiðar kærður fyrir fjársvik.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um hnupl í kynlífstækjaverslun. Skömmu síðar höfðu lögreglumenn uppi á þjófnum og bættust þá við kærur vegna akstur undir áhrifum fíkniefna sem og akstur sviptur ökurétti.
Annar ökumaður kærður fyrir fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi. Kviknaði líklega í út frá eldamennsku og einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvunarakstur og annar til grunaður um slíkt hið sama ásamt fíkniefna- og sviptingarakstri.
Ökumaður kærður fyrir að aka sviptur ökurétti.

