Vegurinn yfir Hellisheiði er lokaður vegna veðurs og lokað er um Þrengslaveg, Kjalarnes, Þorlákshafnarveg, frá Þorlákshöfn að Eyrarbakka og frá Selfossi til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þá er Mosfellsheiði lokuð og Krýsuvíkurvegur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Snjóþekja er á öllum götum á höfuðborgarsvæðinu og skafrenningur á Kjalarnesi. Hált er á Reykjanesbraut og éljagangur. Vetrarfærð er víðast hvar annars staðar á landinu. Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og vegurinn um Kjalarnes gætu verið lokaðir í allan dag og fram til morguns.
Umræða