3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

20 stiga frost í kvöld

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-15 og éljagangur norðantil á landinu. Hægari vindur og léttskýjað að mestu um landið sunnanvert. Frost 2 til 10 stig. Dregur smám saman úr vindi og éljum og kólnar. Fremur hæg breytileg átt og léttskýjað í flestum landshlutum í kvöld og kalt í veðri, frost að 20 stigum í innsveitum.
Sunnan 10-18 vestast á landinu í fyrramálið en annars 8-13 m/s. Talsverð snjókoma framan degi á Vestfjörðum, léttskýjað norðan- og austanlands en þykknar upp sunnanlands. Dregur úr frosti. Suðaustan 8-15 undir kvöld á morgun sunnanlands og slydda eða snjókoma og síðar rigning. Spá gerð: 14.03.2020 05:38. Gildir til: 15.03.2020 00:00.
Veðuryfirlit
700 km V af Írlandi er 992 mb lægð á NA leið, en frá henni liggur lægðardrag til VNV að Hvarfi. 600 km ANA af Langanesi er 992 mb lægð sem hreyfist NA, en skammt V af Nýfundnalandi er vaxandi 994 mb lægð sem fer einnig NA.
Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustan 8 til 15 m/s og éljagangur á norðanverðu landinu en hægari vindur og léttskýjað að mestu sunnanlands. Þó gæti legið éljabakki um tíma frá Mýrsdalssandi inn að Veiðivötnum og hann færst síðan vestur fyrir Eyjafjallajökul.
Fremur hæg breytileg átt og léttskýjað í flestum landshlutum í kvöld og kalt í veðri, frost allt að 20 stigum inn til landsins.
Sunnan 10-18 vestast á landinu í fyrramálið en annars hægari. Talsverð snjókoma framan degi á Vestfjörðum, léttskýjað norðan- og austanlands en þykknar upp sunnanlands. Dregur úr frosti. Suðaustan 8-15 undir kvöld á morgun sunnanlands og slydda eða snjókoma og síðar rigning.
Það er búist við hvassri austanátt á mánudagsmorgun með talsverðri úrkomu sunnanlands, rigning með suðurströndinni en snjókomu norðanlands. Dregur síðan úr vindi og úrkomu.
Kalt og aðgerðalítið veður um miðja viku en útlit fyrir lægðagang um næstu helgi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Allhvöss eða hvöss suðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu sunnantil og talsverðri úrkomu suðaustanlands. Snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr úrkomu þegar líður á daginn, en áfram hvasst og snjókoma norðvestantil. Hiti um og yfir frostmarki.
Á þriðjudag:
Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en hægari vestlæg átt og skúrir eða él í öðrum landshlutum. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s og dálítil él, en úrkomulítið suðvestantil. Frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Fremur hæg vestlæg átt og stöku él á vestanverðu landinu, en yfirleitt bjart veður austanlands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með dálitlum éljum vestantil á landinu. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 14.03.2020 08:25. Gildir til: 21.03.2020 12:00.