Finnsson er fjölskyldurekinn veitingastaður á besta stað í Kringlunni, veitingastaðurinn er mjög vel innréttaður og hlýlegur og býður upp á fyrsta flokks veitingar og þjónustu.
Á Finnsson ættu allir að finna rétti við sitt hæfi á matseðlum sem veitingastaðurinn býður upp á og erfitt er að gera upp á milli rétta því þeir eru svo girnilegir. Við hjá Fréttatímanum prófuðum rétti af matseðli og þeir voru allir frábærir og mælum eindregið með að panta borð og upplifa bæði góðan mat og stemmingu sem staðurinn býður upp á. Lögð er áherslu á fjölbreyttan og ferskan mat úr gæðahráefni.
Búbbluskálinn er sannkallað ævintýra rými. Skálinn er aðskilinn frá veitingastaðnum, bjartur og fallega skreyttur blómaskáli með góðu næði.
Hægt er að vera með 35 manns til borðs eða allt að 50 manns í standandi veislum og viðburðum. Borðum er ýmist raðað upp sem langborð eða þannig að fari best við fjölda gesta. Inn af Búbbluskálanum er 12 manna vinnustofa sem gjarnan er notað sem fundarherbergi. Þegar opnað er þar á milli er hægt að nýta það rými fyrir hlaðborð. Búbbluskálinn er leigður út á sanngjörnu verði en leiguverð gengur upp í kaup á veitingum.
Rýmið hentar vel fyrir skírnarveislur, afmæli, fyrirtækjahópa og vinahópa sem vilja gera sér glaðan dag.
Fyrir bókanir og nánari upplýsingar sendið á info@finnssonbistro.is
Finnsson Vinnustofan/Prívatherbergið er mjög glæsilegt með mikilli lofthæð og sérsmíðuðu 12 manna hringborði með snúningsplötu og þægilegum stólum.
Á veggnum er nettengdur skjár sem auðvelt er að tengjast ásamt hljóðkerfi, stillanlegri lýsingu og þjónustuhnapp. Hægt er að draga gardínur fyrir til að hafa fullkomið næði. Sérinngangur fyrir þá sem þess óska. Boðið er upp á ljúffengar veitingar.
Vinnustofan hentar vel fyrir þá sem vilja funda og njóta um leið góðra veitinga. Einnig er það gott fyrir þá sem vilja borða saman í góðu næði. Alltaf næg FRÍ bílastæði. Leiguverð gengur upp í kaup á veitingum. Fyrir bókanir og nánari upplýsingar sendið á info@finnssonbistro.is
Nú stendur yfir Food and Fun 2025 og boðið er upp á ýmsa spennandi rétti.
- Opnunartímar
- Mánudaga frá kl. 11:30 – 18:00 – (Eldhúsið lokar kl. 17:00)
- Þriðjudaga – Föstudaga frá kl.11:30 – 21:00 – (Eldhúsið lokar kl. 20:00
- Laugardaga & Sunnudaga, opið frá kl.12:00 til 21:00 -(Eldhúsið lokar kl. 20:00)