,,Já ég var í Villingavatni í gær og setti í bolta fisk og það var slagur sem stóð í töluverðan tíma“ sagði Brandur Brandsson en hann var á veiðislóðum í gær. En það hefur hlýnað og ísinn að minnka víða á vötnunum landsins þessa dagana og fiskurinn er að taka.
,,Þetta var glíma við fiskinn þarna undir ísnum og hann losaði sig af . Við settum bara í þennan sem slapp en ísinn er að bráðna núna hratt, en ég held að fiskurinn hafi ekki verið undir 10 pundum og tók vel í. Ég var með áttuna mína og hann náði að losa sig af. Hann tók svarta sex Dungeon“ sagði Brandur enn fremur.
Ís var þar sem fiskurinn tók en smá vaktir til að koma flugunni hjá Brandi í gær.
Mynd. Brandur Brandsson að glíma við fiskinn sem slapp. Mynd. Flugan sem fiskurinn tók.