Áður en debetkort og öpp komu til sögunnar var greitt með ávísunum sem fólk útfyllti skriflega með penna, sem greiðslu fyrir vörur og þjónustu. Í Helgarpóstinum var fjallað um ávísanir og ávísanafals í byrjun árs 1985 en innistæðulausar ávísanir gengu undir nafninu ,,gúmmítékkar“.
Óútfyllt ávísanaeyðublöð ganga kaupum og sölum
„Ávísanafals hefurstórlega aukist síðustu mánuði. Það er auðveldasta leiðin til að komast yfir peninga. Á einum degi geta menn svikið út stórfé á þennan máta. Svo virðist sem hvaða pappírssnepill sem er sé gjaldgengur, ef hann aðeins líkist ávísun. Daglega fáum við urmul af slíkum málum í hendur. Dæmin eru hreint ótrúleg.
Við höfum fregnað að óútfyllt ávísanaeyðublöð gangi nú kaupum og sölum; fimm blöð fyrir eina flösku af áfengi.“ Þetta kom fram í samtali HP við Helga Daníelsson yfirlögregluþjón Rannsóknarlögreglu ríkisins og Jónas Bjarnason lögreglufulltrúa.
Ávísanaheftunum er í flestum tilvikum stolið. Mun algengara er að hefti hafist upp úr krafsinu í innbrotum en beinharðir peningar. Auk þess er stolið úr vösum fólks, t.d. á skemmti- og veitingastöðum eða vinnustöðum. Aðrir komast yfir hefti í bönkum. Þar hafa átt sér stað slys, að sögn Jónasar og Helga. Bankarnir hafa einfaldlega ekki farið eftir eigin reglum. Menn hafa fengið hefti í hendur án þess að sýna skilríki. Jafnvel með því að sýna fölsuð skilríki.
„Það virðist vera óskaplega hörð samkeppni á milli bankanna um kúnnana,“ segir Helgi. „Það er ómögulegt annað að segja. Þess eru mörg dæmi, að menn með vafasaman feril að baki hafi opnað reikninga og dælt út á mjög skömmum tíma stórum upphæðum. Í sumum tilvikum fara menn á milli banka á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa opnað hefti í einum þeirra. Síðan selja þeir ávísun í hverju útibúinu á fætur öðru á hluta úr degi, og ná þannig út tugum, jafnvel hundruðum þúsunda. Þetta gerist allt svo hratt, að kerfið tekur ekki við sér strax.
Ávísanafals hefur alltaf verið til, en það hefur aukist gífurlega. Undanfarna mánuði hefur nánast verið flóð. í kringum áramótin vissum við til dæmis um falsaðar ávísanir í gangi, úr á annað hundrað heftum.“
Af hverju þessi aukning?
„Ætli það sé ekki farið að harðna á dalnum hjá fólki sem stendur í þessu. Það er erfiðara að komast yfir peninga nú en áður. Þessi leið virðist hins vegar mjög auðveld. Að öðrum kosti fengist ekki svona stór hópur við ávísanafals.“
Hverjir fásl við það?
„Stærsti hópurinn er ungt fólk og unglingar. Þó kemur fólk á öllum aldri við sögu. Flesta vantar peninga fyrir áfengi og vímugjöfum. I einu tilviki var þó um að ræða níu ára ávísanafalsara. Hann seldi ávísun upp á nokkur hundruð, sem var svo fáránlega útfyllt, að það er óskiljaniegt að nokkrum skyldi detta í hug að taka við henni. Ávísanafalsið nær því til barna líka. Annars er talsvert um að sama fólkið sé tekið aftur og aftur fyrir þetta.“
Hvernig gengur að upplýsa þessi mál?
„Við þurfum líklega ekkert að skammast okkar fyrir frammistöðuna í því. Flest þessara mála eru upplýst, en það kostar óhemju vinnu. Látum það liggja á milli hluta. Það sem skiptir máli er að árlega tapast verulegar fjárhæðir vegna fölsunar. í 99% tilvika er það glatað fé. Þó okkur takist að ná í ávísanafalsarann er ekkert á því að græða. Hann greiðir ekki sína skuld. Sá sem keypti ávísunina situr uppi með skaðann.
Í langflestum tilvikum þeir sem selja vörur og þjónustu af einhverju tagi. Reyndar skiptir varan ávísanafalsarann engu máli, heldur peningurinn sem hann fær til baka. Hann reynir þó gjarnan að kaupa eitthvað trúverðugt, svo sem mjólk, kaffi eða eina málningardós, en kastar því svo í næstu ruslatunnu. Tilganginum er náð; að koma pappírnum í verð og fá pening til baka.“
Skilríki?
„Það er nú kjarni málsins. Þaðmætti nefnilega komast fyrir obbann af ávísanafalsi ef krafist væri framvísunar skilríkja. Og þá erum við komin að samspili banka,
þjónustufyrirtækja og neytenda. Æskilegast væri að hver sá sem opnar ávísanareikning í banka fengi í hendur sérstakt skírteini með hefti og yrði síðan að sýna
það í hvert skipti sem hann seldi tékka. Auk þessa þyrftu bankar að gangast í fjárhagslega ábyrgð að vissu marki hjá hverjum viðskiptavina sinna. I framhaldi af þessu mætti að sjálfsögðu ekki verða á því misbrestur að afgreiðslufólk krefji menn um skilríki. Neytendur verða að taka því með þolinmæði.“
Gera þeir það ekki?
„Einhverjir kannski, en alltof margir virðast álíta það móðgun að vera beðnir um skilríki. Maður veit dæmi þess í kjörbúðum, að fólk sem hefur verið beðið um skilríki hefur ýtt frá sér fullum vögnum af vörum og haft á orði að það komi aldrei aftur í viðkomandi verslun, þar sem því er sýnd önnur eins móðgun og tortryggni. Erlendis mundi sama fólk óumbeðið leggja fram öl! sín skilríki ef því væri að skipta. Á íslandi virðist það lenska að biðja menn ekki um skilríki.
Afgreiðslufólk hefur hreinlega veigrað sér við því, vegna harkalegra viðbragða. Sumir segjast ómögulega geta beðið viðskiptavini sína um skilríki; þeir þurfi ekki að sýna þau í næstu verslun, og sú hætta sé þess vegna fyrir hendi að viðskiptavinir tapist. Þess í stað er möguleikinn á fölsuðum ávísunum galopinn.
Það er hreint ótrúlegt hvað viðgengst. Sumar ávísanir eru þannig, að ómögulegt er að lesa skriftina. Á öðrum er ósamræmi í upphæðum, nafnnúmer í stað reikningsnúmers og annað eftir því. í sumum tilvikum er beðið um framsal, en oft er engin þörf talin á því. í því sambandi má geta þess, að sumir ávísanafalsarar framselja með sínu rétta nafni. Þeir vita sem er, að þeir fá sinn dóm í fyllingu tímans, en þurfa ekki að standa skil á upphæðinni. Algengast er þó að seljandi ávísunar sé ekki beðinn um nokkurn skapaðan hlut. Það viðgengst allt of mikið kæruleysi.“
Miðad við ástandið í dag: Hvað er heillavænlegast?
„Að Kaupmannasamtökin upplýsi sitt fólk og hvetji það til að sýna árvekni. Samkeppnin má ekki verða svo mikil, að menn hugsi um það eitt að selja. Með
nægu eftirliti og framvísun skilríkja má draga stórlega úr ávísanafalsi. Það er auðvitað þjónustufyrirtækið sem situr uppi með skaðann, og oft er um að ræða glettilega háar upphæðir. Það á að vera auðvelt að koma í veg fyrir fals ef viljinn er fyrir hendi. Öllu erfiðara er hins vegar að verjast innstæðulausum ávísunum, sem í mörgum tilvikum gengur illa að innheimta. Sömu sögu er að segja um misnotkun eigenda kreditkorta.
Það er annar handleggur, en hins vegar er líka farið að bera á stuldi kreditkorta. Það er sama upp á teningnum þar; allt of lítið eftirlit. Menn komast upp með það að undirrita allt annað nafn en það sem stendur á kortinu sjálfu.
Okkur er það hreinlega til efs að ástandið í þessum málum sé nokkurs staðar jafn slæmt og hér. Þess vegna hljótum við að hvetja menn til að stemma stigu við falsi af þessu tagi. Eins og fram kom hér áðan, teljum við auðvelt að breyta þessu til betri vegar. Fyrsta skilyrðið hlýtur að vera að krefja menn um skilríki við framsal ávísana.“