Lík fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar í gærkvöld. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu ríkisútvarpsins.
Fólk sem fann líkið hafði samband við lögreglu um klukkan níu í gærkvöld. Nú er unnið að því að bera kennsl á líkið og rannsaka tildrög þess að manneskjan lenti í sjónum.
Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða