Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs vegna fjölbreyttra stuðningsaðgerða við Grindavík í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesskaga árin 2023 og 2024 nemi um 80 milljörðum króna. Ráðuneytið hefur tekið saman kostnað ríkisins sem fellur til vegna ýmissa stuðningsaðgerða við Grindavík sem nýleg lög kveða á um, sem og vegna aukinna fjárveitinga til stofnana, einkum Almannavarna, vegna jarðhræringanna.
Fjárheimildir vegna stuðningsaðgerða
ma.kr. | |
Stuðningur til launagreiðslna | 9,2 |
Sértækur húsnæðisstuðningur | 2,7 |
Rekstrarstuðningur | 2,5 |
Bygging varnargarða við Svartsengi og Grindavík | 7,2 |
Aðrar fjárveitingar | 0,9 |
Samtals | 22,5 |
Fjárveitingar í fjáraukalögum fyrir árið 2023, fjárlögum fyrir 2024 og þrennum fjáraukalögum á yfirstandandi ári nema um 22,5 milljörðum króna, þar af 8,2 ma.kr. millifærsla úr almennum varasjóði. Vegur þar þyngst stuðningur vegna launagreiðslna upp á 9,2 milljarða króna. Fjárveitingar vegna byggingar varnargarðs til varnar Grindavíkurbæ og orkuverinu í Svartsengi, nema um 7,2 milljörðum króna. Þá er húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga tæpir 3 milljarðar kr.
Áætlað er að veita þurfi frekari fjármagn vegna stöðunnar á Reykjanesskaga, ekki síst til Almannavarna og Vegagerðarinnar og því er nú gert ráð fyrir að stuðningur ríkisins vegna jarðhræringanna nemi um 27 milljörðum króna á árunum 2023 og 2024. Á dögunum var ákveðið að veita var fjallað um 470 milljóna króna fjárveitingu úr almennum varasjóði til almannavarnardeildar Ríkilögreglustjóra til vegna búnaðar sem ætlaður er til kælingar á hrauni við Grindavík, Svartsengi og á öðrum stöðum þar sem þar sem varnargarðar eru ekki til staðar eða myndu ekki duga til að stöðva eða beina hraunflæði frá mikilvægum innviðum.
Tafla yfir kostnað sem sýnir helstu aðgerðir og fjárheimildir
ma.kr. | |
Almannavarnir | 4,5 |
Vegagerðin | 0,6 |
Annað | 0,5 |
Samtals | 5,6 |
Við þetta bætist framlag ríkissjóðs vegna kaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík, en það nemur alls um 51,5 ma.kr. Alls er því áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Frekari útgjöld vegna jarðhræringanna gætu fallið til síðar eftir því hvernig mál þróast.