Skógar 22-Fjölskylduhátíð ársins, verður haldin á þeim fallega stað Skógum um verslunarmannahelgina. Öll aðstaða og umhverfi er eins og best er á kosið. Frábært tjaldstæði og hægt er að panta gistingu á Hótel Kverna.
,,Skemmtum okkur án áfengis og vímuefna í því fallega umhverfi sem Skógar hafa uppá að bjóða“ segir Agnes Halla Eggertsdóttir, hjá Ung SÁÁ, sem var í viðtali í morgun vegna fjölskylduhátíðarinnar sem verður haldin um verslunarmannahelgina.
Eitthvað fyrir alla:
Hjómsveit, DJ og skemmtiatriði föstudags-laugardags og sunnudagskvöld
Paintball-Ratleikur-Sápubolti-Listasmiðja-Einar Töframaður- Vöfflustemmning-Jóga-Bingó-Brekkusöngur-Talentkeppni-Sjálfsvinna-Hoppukastalar-Sameiginlegt grill og margt fleira.
Margt í boði í næsta nágrenni við Skóga:
• Frábærar gönguleiðir
• Paradísarhellir
• Seljavallalaug
• Skógarfoss
• Og margt fleira.
Verð
• 9.900 krónur í forsölu til 15. Júlí.
• 13.500 krónur eftir 15. Júlí
• Dagpassi 5.000 krónur
• Frítt fyrir 14 ára og yngri.
• Rafmagn 1.000 per nótt.