Hugleiðingar veðurfræðings
Síðdegis fór loksins að draga úr úrkomu vestantil. Í Grundarfirði mældust til dæmis meira en 200 mm af úrkomu á síðasta sólarhringinn. Í kvöld verður suðlæg átt 5-13 m/s og dálítil væta en hægari og bjart fyrir austan. Hiti 9 til 14 stig á vestanverðu landinu en 15 til 25 austanlands.
Breytileg átt 3-8 m/s á morgun. Bjart um mest allt land en skýjað vestanlands framan af degi og líkur á þoku við sjávarsíðuna fyrir austan. Hiti 14 til 24 stig, hlýjast inn til landsins.
Austlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun. Skýjað með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu og sums staðar dálítil væta. Léttskýjað norðan- og austantil en áfram líkur á þokulofti við ströndina. Áfram hlýtt veður, einkum í innsveitum norðanlands. Spá gerð: 14.07.2024 15:08. Gildir til: 15.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s vestantil og súld eða rigning með köflum, en hægari og léttskýjað um landið austanvert. Hiti 12 til 25 stig, hlýjast á Austurlandi.
Austlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun. Víða bjartviðri, en skýjað vestast á landinu fram eftir morgni. Þokubakkar við austurströndina. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands, en svalara í þokulofti.
Spá gerð: 14.07.2024 15:07. Gildir til: 16.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og dálítil væta um kvöldið. Víða bjartviðri á Norður- og Austurlandi, en líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands.
Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 við norðurströndina, annars hægari. Súld eða dálítil rigning með köflum og hiti 8 til 17 stig, svalast austanlands.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s og dálítil væta en úrkomumeira sunnanlands síðdegis. Hiti 8 til 17 stig.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Norðaustanátt og skýjað. Lengst af þurrt í flestum landshlutum, en rigning austantil. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.
Spá gerð: 14.07.2024 08:08. Gildir til: 21.07.2024 12:00.