Hugleiðingar veðurfræðings
Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn.
Útlit fyrir suðvestangolu á morgun og rigningu í flestum landshlutum, en stöku skúrir norðaustantil. Hiti 7 til 17 stig, mildast á Norðausturlandi.
Norðlæg átt á föstudag og léttir smám saman til sunnan heiða, en dálítil rigning eða súld á Norðurlandi og heldur kólnandi veður þar.
Spá gerð: 14.08.2024 06:02. Gildir til: 15.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og austan 5-13 m/s og víða rigning í dag, en dregur úr vindi síðdegis. Hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn.
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 á morgun og rigning með köflum, en stöku skúrir norðaustantil.
Hiti 6 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Spá gerð: 14.08.2024 05:02. Gildir til: 15.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld, en léttir smám saman til á sunnanverðu landinu. Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig sunnanlands.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðvestan 5-13 m/s, hvassast nyrst á landinu. Lengst af rigning eða súld á norðurhelmingi landsins. Bjart með köflum sunnantil, en líkur á skúrum. Hiti frá 5 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 14 stig syðst.
Á þriðjudag:
Vestan og suðvestanátt og líkur á dálítilli rigningu eða skúrum í flestum landshlutum. Hiti víða 8 til 13 stig.
Spá gerð: 14.08.2024 09:21. Gildir til: 21.08.2024 12:00.