Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh lenti í átökum við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að upp kom ágreiningur um fargjald. Ferðakonurnar sögðu hann hafa rukkað sig of hátt, en samkvæmt frásögn málsins virðist hann hafa lokað skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reyndi að ná farangri sínum án þess að greiða.
Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.)
„Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði Edeh.
Friðrik Einarsson, betur þekktur sem „Taxý Hönter“, birti myndskeið á Facebook-síðu sinni í morgun sem sýnir snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir merkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra ferðakvenna sem hann flutti í Bláa lónið í gær.
Umræða