Í fréttum úr dagbók lögreglu er þetta helst síðan klukkan 17 í gær.
Fimm gista fangageymslur eftir nóttina og 34 mál eru skráð í kerfi lögreglu á þessu tímabili, þar af níu mál þar sem aðilar eru kærðir og mál þeirra fara í rannsókn.
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Tveir handteknir á stolnum bíl. Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
- Tilk þjófnað úr verslun. Maður talinn hafa farið út með tvær flíkur. Málið enn í skoðun og verður kært þegar og ef gögn liggja fyrir.
- Tilk um þekktan aðila sem var til ama í verslunarhúsnæði. Hann sást aka á brott og vissu lögreglumenn að hann væri án ökuréttinda. Sá reyndi svo að komast undan á fæti en lögregla sá við honum. Viðkomandi verður kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum, ítrekað, og að sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.
- Afskipti af tveimur ökumönnum í vesturborginni, annar á gildra ökuréttinda og hinn að tala í símann.
- Tilk um umferðaróhapp. Annar ökumanna stakk af frá vettvangi. Engin meiðsli.
- Maður handtekinn eftir líkamsárás með hnífi. Áverkar minniháttar. Hann vistaður sökum rannsóknar málsins.
- Tilk um innbrot í skóla. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Tilk um aðfinnsluvert aksturslag. Gerð tilraun til að finna ökumann.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar í verslun.
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann einnig án gildra ökuréttinda.
- Afskipti af ölvuðum ungmennum. Ein kærð fyrir ofbeldi gegn lögreglu.
Umræða