Síðdegis á laugardag, barst tilkynning um slys á svokölluðum „buggy“ bíl vestan við Kjalveg, við Hvítárvatn. Talsverður viðbúnaður var vegna slyssins en ásamt lögreglu voru sjúkralið, þyrla Landhelgisgæslu, björgunarsveitir og vettvangsliðar í uppsveitum Árnessýslu kallaðir til. Einn slasaður einstaklingur var fluttur með þyrlu á Landspítala í Fossvogi.
Síðdegis á föstudag var árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar. Einn úr því slysi var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.
Fjögur önnur umferðaróhöpp tilkynnt en án teljandi slysa á fólki.
Frá því á föstudag hafa nítján ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hraðast var á 151 km/klst á Mýrdalssandi. Tveir voru stöðvaðir fyrir réttindaleysi til aksturs.
Síðustu daga hafa verið frostnætur og rúður bifreiða því verið hélaðar. Ökumenn þurfa að huga vel að því að skafa vel af rúðum áður en lagt af stað, til að tryggja útsýni við akstur. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir akstur með héluðum rúðum.
Handtekinn eftir hnífaárás – Stúlka kærð fyrir ofbeldi gegn lögreglu