,,Þú ert bara í ruglinu“
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag: Hann sagði m.a. Ísland líta út sem spillingarbæli út á við: ,,Við erum á tíu árum búin að upplifa eitt efnahagshrun og ítrekaðan ímyndarvanda vegna spillingar og aðgerðaleysis stjórnvalda. Ég skal nefna Vafningsmálið. Ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, Landsréttarmálið, Panama-skjölin, gráa listann sem við sitjum núna á og svo auðvitað Samherjaskjölin.
Mér þykir vænt um að heyra að fjármálaráðherra ætli að tryggja allt fé til þess að upplýsa um þetta. En mér finnst með ólíkindum að fjármálaráðherra landsins og fyrrverandi forsætisráðherra komi hér upp og drepi málinu á dreif með því að ásaka einn stjórnmálaflokk um að taka málið alvarlega. Við erum að tala um kerfisbundna mynd á síðustu tíu árum og það vill svo ótrúlega til að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í nágrenni við þau mál.“ Sagði Logi Einarsson.
,,Þú ert bara í ruglinu“
Bjarni brást reiður við og sagði: ,,Hér er grái listinn nefndur. Má ég vekja athygli þingmannsins á því að það er til annar listi sem heitir svarti listinn? Grái listinn er fyrir þau lönd sem eru til athugunar vegna þess að þau hafa ekki uppfært lög og sett í farveg verkferla sem kallað er eftir.
,,Ekki spilling á Íslandi“
Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi, hv. þingmaður, þú ert bara í ruglinu með þá nálgun á það mál. (Gripið fram í.) Það er sömuleiðis algjör þvæla í mínum huga að segja að það sé íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu að kenna hvernig atburðarásin hefur verið í þessu tiltekna máli. Því verður ekki haldið fram um þessa ríkisstjórn að hún ætli ekki að taka þetta mál alvarlega. En við ætlum að fara í rótina, þangað sem rétt er einbeita sér.“
https://gamli.frettatiminn.is/2018/09/06/vantraust-islensks-almennings-a-stjornkerfinu-er-talsvert-meira-en-a-odrum-nordurlondum/