Margrét Ásgeirsdóttir kennari, rifjar upp launaþróun ráðherra og þingmanna sem hafa hækkað um mörg hundruð prósent. Fyrst með aðkomu Kjararáðs og síðar með prósentuhækkunum í stað krónutöluhækkunar með þaki.
Þingfararkaup var lengst af miðað við kennaralaun. Byrjunarlaun væru í dag um 500.000 kr. og nefndarstörf, eins og fundir og undirbúningur hjá kennurum, hluti af stafinu. Starfstími þingsins ætti líka að lengjast til jafns við starfstíma skóla þ.e. 180 skóladagar barna.
Menntunarkröfur hærri fyrir kennara
Önnur störf utan þingsetu eins og hjá kennurum. Margt er líkt með störfunum þó menntunarkröfur séu hærri fyrir kennara enda mikil ábyrgð og erilsamt að koma börnum til manns.
Ég segi eins og Katrín og fleiri þingmenn segja um núverandi laun: “Þetta var ágætt kerfi og launahækkanir fylgdu launaskriði opinberra starfsmanna.”
Laun ráðherra ættu að miðast við laun deildarstjóra og forseta þingsins við laun aðstoðarskólastjóra og forsætisráðherra á skólastjóralaunum.
Svo mætti líka endurskoða launakostnað ráðuneyta. Mun fleiri sem sækjast í störf þar en í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Mottó rikisstjórnar ætti að vera “Það sem ég tel að nægi öðrum ætti að nægja mér.”
Umræða