Tillaga Kristjáns Þórs Júlíussonar var kolfelld
Smábátasjómenn höfnuðu hugmyndum sjávarútvegsráðherra um að grásleppuveiðar verði settar inn í kvótakerfið á aðalfundi félagsins á föstudag. Umræður um hugmynd ráðherrans og frumvarpsdrög voru rædd á fundi Landssambands smábátaeigenda hvort rétt væri að taka upp kvóta við grásleppuveiðar.
Tillagan sjávarútvegsráðherrans Kristjáns Þórs Júlíussonar var kolfelld í atkvæðagreiðslu með 27 atkvæðum aðildarfélaga gegn 16 og 3 sátu hjá. Örn Pálsson segir þetta vera kristalskýra niðurstöðu aðalfundarins og eðlilegt sé að farið sé eftir vilja félagsmanna á Íslandi.
Umræða