103 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17-05 og gista fimm fangaklefa þegar þetta er ritað. Hér koma nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu á fyrr greindum tímabili, listi þessi er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
Afskipti höfð af nokkrum ungmennum á tónleikum í hverfi 104 sem voru undir aldri og undir áhrifum áfengis. Einnig framvísuðu nokkur þeirra skilríkjum sem ekki voru í þeirra eigu til að reyna að villa fyrir lögreglu.
Tveir dyraverðir handteknir í hverfi 101 vegna líkamsárásar, þeir báðir vistaðir í fangaklefum.
Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var til vandræði fyrir utan skemmtistaði, aðilinn fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og að því loknu var honum sleppt með þeim skilyrðum að hann yrði ekki til frekari vandræða.
Lögreglustöð 2
Aðili handtekinn í hverfi 221 sem er í ólöglegri dvöl hér á landi, hann vistaður í fangaklefa.
Aðili handtekinn í 220 vegna líkamsárásar, hann vistaður í fangaklefa.
Lögreglustöð 3
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í heimahús í hverfi 111 þar sem ölvaður maður var til vandræða, honum vísað út.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í hverfi 109 vegna farþega í strætó sem var í mjög annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu og gat litla björg sér veitt. Farþeganum ekið til síns heima.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í hverfi 109 þar sem leigubílsstjóri var í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fyrir farið. Maðurinn mjög ölvaður, neitaði að gefa lögreglu upp nafn og kennitölu og óviðræðu hæfur sökum ölvunarástands, hann vistaður í fangaklefa
Lögreglustöð 4
Árekstur tveggja bifreiða í hverfi 270, slysalaust

