Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmikilli brotastarfsemi, sem við greindum frá í fréttatilkynningu um síðustu helgi, miðar ágætlega, en í tengslum við hana var ráðist í átta húsleitir í umdæminu líkt og fram hefur komið.
Fyrir liggur að rannsókn málsins mun taka nokkurn tíma, m.a. vegna umfangs þeirra gagna sem um ræðir, en að svo stöddu getum við ekki veitt frekar upplýsingar og verðum jafnframt enn um sinn að synja beiðnum fjölmiðla um viðtöl um gang rannsóknarinnar.
https://www.fti.is/2019/02/10/logreglan-framkvaemdi-atta-husleitir-haldlagdi-gognbunad-og-fjarmuni/
Umræða