Verði aðstæður þannig að unnt sé að dýpka Landeyjahöfn nú í febrúar verður það gert. Það gæti orðið síðar í mánuðinum. Samkomulag hefur verið gert við Björgun um þá dýpkun, segir í frétt hjá Vegagerðinni.
Veðuraðstæður eru hins vegar þannig núna að engin von er til dýpkunar í næstu viku. Vegagerðin mun fylgjast náið með aðstæðum. Ef einhver von er um að aðstæður til dýpkunar vænkist eftir það verður það reynt. Ef það eru um helmingslíkur á því að dýpkun náist þá verður farið af stað með dýpkun. Björgun verður komin með dýpkunarskip á staðinn 23. eða 24. feb.
Umræða