Álver Norsk Hydro gengur svo vel að stefnt er að því að greiða meira en 2,6 milljarða norskra króna í arð til hluthafa eða sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. ,,2020 var miklu betra ár en við áttum von á, þegar heimsfaraldurinn skall á öllum að óvörum“ segir framkvæmdastjóri hjá Hydro Høyanger, Arne Martin Kjærland.
Ársfjórðungslega framleiða norsku álverin milljónir tonna af hrááli til útflutnings, ekki síst til vaxandi bílaiðnaðar. En þegar kórónuveiran skall á í Vestur-Evrópu í febrúar og mars í fyrra fór loftið úr markaðnum. Bílaverksmiðjurnar lögðu niður framleiðsluna og eftirspurn eftir dýrmætum málmi féll.
Í ríkjum ESB var mikill ótti við hrun í iðnaði en svo varð ekki og í stað mikils taps, þá skilaði Hydro meira að segja hagnað eftir skatta upp á meira en 3,5 milljarða norskra króna eða 53,7 milljarðar íslenskar krónur. Ég er ánægð með fyrirtækið okkar, sem náði að halda sjó í eitt ár í faraldrinum, segir Hilde Merete Aasheim forstjóri í Hydro í viðtali við norska ríkisútvarpið.