Besti prísinn er í Prís sjöunda mánuðinn í röð samkvæmt brakandi ferskri könnun frá ASÍ
Verð enn lægst í Prís
Ekki hefur orðið breyting á röðun verslana. Prís er ódýrasta verslunin í reglulegu eftirliti Verðlagseftirlits ASÍ og hefur verið það frá opnun. Að meðaltali hafa vörur í Bónus verið 4-5% dýrari en í Prís sérhvern mánuð frá opnun verslunarinnar. Verð í Krónunni eru nú 7% hærri en í Prís og í Nettó eru þau 13% hærri.
,,Vinir okkar í hinum búðunum eru mjög oft með ótrúlega flottar og lekkerar auglýsingar þar sem þau segja að allt sé mjög ódýrt. Okkur langaði að gera svoleiðis líka 

Auglýsingin okkar lítur kannski út fyrir að vera svolítið ódýr í framkvæmd, en það er vegna þess að hún er það. Við spörum í gerð markaðsefnis til þess að geta verið ódýrust. Við erum það nefnilega sjöunda mánuðinn í röð samkvæmt ASÍ 
“ Segir á vef Prís



Umræða