Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist grannt með að reglur um samkomubann séu virtar þessar vikurnar, en í gærkvöld hélt hún úti sérstöku eftirliti með veitinga- og skemmtistöðum á miðborgarsvæðinu. Farið var á allnokkra staði þessara erinda og almennt voru málin í góðu lagi, hámarksfjöldi gesta var virtur o.s.frv.
Undantekningarnar, og þar með brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, áttu það sammerkt að forsvarsmenn staðanna töldu sig mega hafa opið í samræmi við rekstrarleyfi viðkomandi. Þegar betur var að gáð reyndist svo ekki vera enda skulu staðir, sem eru skilgreindir sem skemmtistaðir og/eða krár, vera lokaðir. Tekið skal fram að þetta voru fáir staðir.
Lögreglan hvetur rekstraraðila til að yfirfara leyfamálin svo komast megi hjá óþægindum.