Hugleiðingar veðurfræðings
Norðanátt í dag, víða 8-13 m/s en sumsstaðar hvassari í vindstrengjum við fjöll, einkum austantil á landinu. Dálítli él um norðaustanvert landið og þykknar upp með deignum norðvestanlands en þar hangir hann þurr. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnanverðu landinu léttir til með morgninum en stöku skúrir á Suðausturlandi í kvöld. Hiti 6 til 10 stigum yfir daginn, sem er ekki ýkja hlýtt en þar sem skjólsælt er og sólar nýtur verður fínasta veður fyrir útiveru.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan átt, 3-8 í dag en 8-13 síðdegis á morgun. Léttskýjað og hiti 6 til 10 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 8-15 m/s, hvassast austast á landinu. Léttir til með morgninum um sunnanvert landið, en stöku skúrir á Suðausturlandi í kvöld. Lengst af skýjað norðanlands og dálítli él á norðaustantil. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.
Norðan 8-15 á morgun og stöku slydduél eða skúrir, en léttskýjað á sunnanverðu landinu og hlýnar lítið eitt.
Spá gerð: 15.05.2020 05:08. Gildir til: 16.05.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðlæg átt, víða 5-10 m/s en norðvestan 10-15 m/s austantil á landinu. Dálitil él og síðar skúrir á Norður- og Austurlandi og hiti 0 til 5 stig. Léttskýjað sunnan heiða með hita 7 til 13 stig að deginum.
Á sunnudag:
Austan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Bjart með köflum, en skýjað um austanvert landið og lítilsháttar él. Hiti frá 2 stigum austast, upp í 14 stig á Vesturlandi að deginum.
Á mánudag:
Suðaustan 3-10 og víða léttskýjað, en 10-15, skýjað og úrkomulítið syðst á landinu. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.
Á þriðjudag:
Austlæg átt 8-13 og dálítli rigning sunnan- og austantil, en hægari vindur og skýjað með köflum um landið norðvestanvert. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast vestanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag (uppstigningardagur):
Suðlæg átt og væta með köflum og hiti 6 til 11 stig að deignum, en úrkomulítið norðanlands og hlýtt þar.
Spá gerð: 14.05.2020 21:03. Gildir til: 21.05.2020 12:00.