Það helsta frá dagbók lögreglu. Níu gistu í fangaklefum þegar þetta er ritað sem telst nokkuð mikið á miðvikudagsmorgni. 74 mál bókuð í kerfinu á tímabilinu.
Lögreglustöð 1
- Tilkynnt um mann að brjóta rúður á hóteli í Reykjavík. Sá reyndist mjög ölvaður og ekki í ástandi til þess að vera meðal almennings. Vistaður í klefa.
- Tilkynnt um konu vera að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Konan reyndist hafa stolið síma starfsmannsins og starfsmaðurinn elt hana. Þá hafi hún veist að honum með höggum í andlitið hans. Konan í annarlegu ástandi og vistuð í klefa í þágu rannsóknar málsins.
- Tilkynnt um eld sem reyndist vera í grilli matsölustaðar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn af slökkviliðinu og engar meiriháttar skemmdir í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið.
- Ökumaður stöðvaður sem reyndist vera án ökuréttinda og á nagladekkjum en hann hefur áður verið stöðvaður í umferðinni ítrekað án ökuréttinda. Á yfir höfði sér sekt.
- Tilkynnt um mann á hótelherbergi sem væri að ganga berserksgang. Hann hafði orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún myndi koma. Rætt við aðilann í herberginu sem var í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og var óútreiknanlegur í hegðun. Hann æstist og róaðist niður til skiptis. Inni í herberginu mátti sjá meint fíkniefni. Aðilinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem meiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Vistaður í klefa.
- Tilkynnt um innbrot á hótelherbergi, stolið heyrnatólum, vegabréfi o.fl. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um innbrot á öðru hóteli þar sem hurð var spennt upp aftan við húsið og farið þar inn. Enginn í húsinu þegar lögregla kom. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um innbrot í húsnæði félagssamtaka í gegnum glugga. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um aðila vera að brjótast í húsnæði í Reykjavík með verkfæri en síðan hlaupið í burtu. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður stöðvaður í umferðinni sem reyndist sviptur ökuréttindum. Afgreitt á vettvangi.
- Tilkynnt um eld í þvottavél á heimili en búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom.
- Tilkynnt um óvelkomna menn sem höfðu brotið upp lyklabox og komið sér fyrir inni á sameign fjölbýlis. Þeir ölvaðir og þekktir hjá lögreglu. Vistaðir í klefa.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði í Reykjavík. Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti. Hann handtekinn og vistaður í klefa sökum ástands og brots á vopnalögum.
Umræða