Sjómaður á Vestfjörðum furðar sig á því að togarar séu að veiða nær landi en smábátar og aðrir furða sig á fiskveiðistjórnunarkerfinu. ,,Ef þetta kerfi ætti að snúast um að vernda fiskinn en ekki stórútgerðina, þá væri togurum bannað að hefla sjávarbotninn við uppeldisstöðvar fisksins og togurum væri bannað að vera inna 50 sjómílna.
Fleiri taka undir:
,,Maður þurfti yfirleitt að fara útfyrir togarana til að fá frið á trillunni með krókana, ekkert breyst „
,,Eru menn eitthvað að velkjast í vafa um hvað Hafró er fyrir nokkuð? Ég hef sagt það áður en Hafró er andyrið hjá LÍÚ/SFS.“
,,Togarar komast ekki að við strendur íslands. Strandveiðiflotinn bókstaflega fyrir. Myndin sýnir óréttlæti kerfisins. Togarar upp í fjöru og strandveiðiflotinn fyrir utan!“

Umræða