Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður suðlæg átt í dag, víða 3-8 m/s en heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi og á Ströndum. Skýjað að mestu um sunnanvert landið og sums staðar dálítil væta. Bjart með köflum fyrir norðan en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 10 til 24 stig, svalast við sjóinn sunnan- og vestantil, en hlýjast norðaustantil. Óljóst er ef það birti til á Höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn en þá gæti hiti farið upp í 17 stig.
Á morgun verður vestlæg átt og skýjað með dálítilli vætu um landið vestanvert. Bjart að mestu austanlands en eins og í dag líkur á stöku síðdegisskúrum. Áfram hlýtt í veðri, einkum eystra.
Á lýðveldisdaginn er útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað, lítilsháttar væta og frekar svalt vestanlands og við suðurströndina en bjartviðri og hlýtt norðaustanlands. Spá gerð: 15.06.2023 05:46. Gildir til: 16.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 3-10 m/s og dálítil væta, en úrkomulítið seinnipartinn. Víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti 10 til 23 stig að deginum, hlýjast í innsveitum austanlands. Vestlægari á morgun, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta en bjart austanlands og áfram líkur á síðdegisskúrum þar. Hiti breyttist lítið. Spá gerð: 15.06.2023 05:15. Gildir til: 16.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag (lýðveldisdagurinn):
Suðvestlæg átt 3-8 og dálítil rigning um vestanvert landið, en bjart að mestu austantil og sumsstaðar þokusúld við ströndina. Hiti 10 til 24 stig yfir daginn, hlýjast í innsveitum austanlands.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og væta með köflum. Hiti 8 til 20 stig, svalast við norður- og vesturströndina, en hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning víðast hvar, þó síst austantil á lanidnu. Hiti 8 til 18 stig, svalast við norðurströndina, en hlýjast í innsveitum austanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag (sumarsólstöður):
Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað að mestu og víða dálitlar skurir. Hiti yfirleitt 9 til 14 stig að deginum.
Spá gerð: 15.06.2023 08:09. Gildir til: 22.06.2023 12:00.