Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands og síðan má búast við þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Norðvestan 3-8 á morgun. Meira af skýjum á landinu heldur en í dag, og smávegis væta á víð og dreif. Þurrast og bjartast á Suður- og Suðausturlandi (frá Hellisheiði að Höfn) og á því svæði gæti hiti aftur náð 20 stigum.
Ef litið er á veðurkort fyrir næstu viku, þá er útlitið heilt yfir ekki það sem flestir sækjast eftir í sumarveðri. Hitatölurnar verða í lægri kantinum og búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum.
Spá gerð: 15.06.2024 06:46. Gildir til: 16.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í dag. Bjart með köflum, en stöku síðdegisskúrir sunnanlands og þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.
Norðvestan 3-8 á morgun. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, hiti 7 til 12 stig. Bjartviðri á Suður- og Suðausturlandi með hita að 20 stigum.
Spá gerð: 15.06.2024 09:31. Gildir til: 17.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (lýðveldisdagurinn):
Breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en dálitlar skúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 15 stig, svalast við austurströndina.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 3-10 og fer að rigna, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 7 til 13 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 3-10 og víða líkur á rigningu. Hiti 6 til 14 stig, mildast sunnan heiða.
Á fimmtudag (sumarsólstöður):
Suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta sunnanlands, en bjart með köflum norðantil. Hiti 7 til 13 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með súld eða rigningu.
Spá gerð: 15.06.2024 07:50. Gildir til: 22.06.2024 12:00.