,,Allt sem kemur fram í þessari frétt er rétt“
Glúmur Baldvinsson, segir frá reynslu sinni þegar hann var við vinnu í laxeldisstöð í Arnarfirði og staðfestir fréttir sem hafa verið að undanförnu um slæmt ástand í greininni.
Ég starfaði um nokkurra mánaða skeið við fiskeldi í Arnarfirði. Og allt sem kemur fram í þessari frétt er rétt. Dauður fiskur út um allt. Það var kallað að taka dauðann. Það var helsta verkefnið.
Og því vil ég vekja athygli á því að Matvælastofnun MAST er einvörðungu þræll og þjónn norskra milljarðamæringa sem græða milljarða á því að arðræna íslenska og vestfirska firði.
Og þrælarnir og þjónarnir eru ekki bara MAST heldur litlu kallarnir í litlu þorpunum sem þiggja lítil völd og litla peninga fyrir þjónustu sína. Norðmennirnir eiga þetta og litlu Vestfirðingarnir eru þeirra. Þrælar. Sálin seld. Að vanda.
Sjókvíaeldismálið tekið alvarlega
Umræða