Hugleiðingar veðurfræðings
Alldjúp og hægfara lægð er nú yfir norðanverðu landinu. Henni fylgir vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning víða um land, en það dregur úr vætu norðvestantil þegar líður á daginn. Á Norðaustur- og Austurlandi verður vindur hægari og þurrt að kalla fram eftir morgni, en síðdegis er útlit fyrir öflugar skúradembur á þeim slóðum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Norðan og norðvestan gola eða kaldi á morgun og súld eða dálítil rigning. Það léttir þó smám saman til á sunnanverðu landinu, víða bjart þar eftir hádegi en líkur á stöku síðdegisskúrum.
Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig sunnanlands.
Um helgina er svo útlit fyrir áframhaldandi norðan- og norðvestanátt með vætusömu og köldu veðri um landið norðanvert, en bjartara sunnan heiða og mildara yfir daginn þó búast megi við einhverjum skúrum.
Spá gerð: 15.08.2024 06:18. Gildir til: 16.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg átt 5-13 m/s og rigning eða súld, en hægari vindur og skúradembur norðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustantil.
Norðan og norðvestan 5-10 á morgun. Skýjað með vætu á norðanverðu landinu, en léttir til sunnanlands. Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig sunnantil.
Spá gerð: 15.08.2024 09:36. Gildir til: 17.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðvestan 3-10 m/s. Súld eða rigning á norðanverðu landinu. Skýjað með köflum sunnantil og dálitlir skúrir. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á sunnudag og mánudag:
Norðvestan og norðan 5-13 og lengst af rigning eða súld norðanlands. Bjart með köflum á sunnanverðu landinu, en líkur á stöku skúrum síðdegis. Hiti frá 4 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 13 stig syðst að deginum.
Á þriðjudag:
Vestlæg átt og víða dálítil væta, en þurrt á Suðausturlandi. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og dálítil rigning fyrir norðan, en bjartviðri sunnantil. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Spá gerð: 15.08.2024 08:41. Gildir til: 22.08.2024 12:00.