Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 05:00 til 17:00 þann 15. Ágúst. Alls eru 65 mál bókuð í kerfum lögreglu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
- Í morgunsárið var lögregla send ásamt sjúkraliði að bílveltu í útjaðri borgarinnar. Lítilsháttar meiðsl voru á ökumanni sem reyndist vera verulega ölvaður við akstur og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins.
- Tilkynnt um lítilsháttar umferðaróhapp. Engin slys á fólki eitthvað eignatjón. Málið í rannsókn.
- Lögregla kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra sem hafði ekið farþega en hann ekki viljað greiða fyrir farið þegar á áfangastað var komið. Leyst á vettvangi.
- Aðili handtekinn fyrir sölu og dreifingu fíkniefna. Málið í rannsókn.
- Lögregla send ásamt sjúkraliði vegna slyss í heimahúsi en þar var upphaflega tilkynnt að maður hafði fengið bor í augað. Betur fór en á horfðist og reyndust meiðsli minniháttar.
Umræða