Ég á barnabörn á þessum leikskóla, meðal annars á deildinni sem þetta gerist á. Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma.

Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi.
Stórfurðulegt að Reykjavíkurborg sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund
En mér finnst alveg stórfurðulegt að Reykjavíkurborg sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund. Samkvæmt upplýsingum sem okkur aðstandendum hafa borist stendur ekki til að funda með foreldrum fyrr en á mánudaginn.
Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla ?
Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum.
Mér finnst að foreldrar eiga á rétt á því að fá fund í dag, helst með leikskólastjóra og starfsfólki frá viðkomandi sviði, þar sem þau hitta hvert annað og einhver horfir í augun á þeim og segir þeim að þetta sé ömurlegt og það sé eðlilegt að þau séu í uppnámi og það sé verið að rannsaka þetta af fullum krafti. Svo er hægt að halda annan fund á mánudaginn. Er þetta ekki eðlileg og sanngjörn krafa ?
,,Laxeldisfyrirtækjum er drullu sama og vilja ekki axla ábyrgð“