Kona sem er grunuð um langvinnt ofbeldi gegn móður sinni hefur verið úrskurðuð í nálgunarbann og vísað af sameiginlegu heimili þeirra.
Móðir konunnar notaði neyðarhnapp á heimili sínu til að kalla eftir aðstoð lögreglu undir lok síðasta mánaðar. Þá mun dóttirin hafa ráðist á móður sína sem hélt að hún væri að lifa sín síðustu augnablik. Fjallað var ítarlega um málið á vef ríkisútvarpsins.
Þetta er í annað sinn sem Lögreglan á Norðurlandi eystra úrskurðar konuna í nálgunarbann og brottvísun af heimili. Í fyrra skiptið ógiltu Héraðsdómur Norðurlands eystra og Landsréttur úrskurðinn þar sem móðirin hafði ekki fengið réttargæslumann. Því úrskurðaði lögreglan aftur um brottvísun og nálgunarbann.
Í þetta skipti var tryggt að móðirin fengi réttargæslumann, í samræmi við lög, og þá staðfestu dómstólarnir úrskurð lögreglu. Fjallað var ítarlega um málið á vef ríkisútvarpsins.