3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Áætlað verðmæti kvóta fyrirtækisins 30-36 milljarðar króna

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

HRAÐFRYSTIHÚSIÐ GUNNVÖR HF: 45% ARÐSEMI EIGIN FJÁR

Rekstur Hraðfrystihússins Gunnvör hf gekk vel á síðasta ári. Tekjur félagsins urðu um 7,4 milljarðar króna reiknað á gengi evru um þessar mundir. Tekjurnar námu 45,4 milljónum evra. Hagnaður af rekstri fyrir tekjuskatt nam um fjórðungi af tekjum eða sem samsvarar 1,9 milljarð króna. EBITA var um 2,2 milljarðar króna. Hagnaður á hverja krónu nafnverðs var 9,30 og arðsemi eigin fjár var 45%. Afkoman var um tvöfalt betri 2019 en árið áður. Greiddur var arður 1 króna á hlut, en þeir eru 186 milljónir. Eignir eru metnar á um 16 milljarða króna og skuldir um 12 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 25%. Það var BB.is sem tók tölurnar saman í frétt sinni um málið.
Dulin eign í verðmæti kvóta

Þá ber að athuga að fiskveiðiheimildir eru bókfærðar á 51,5 milljón evra , sem samsvarar 8,4 milljörðum króna á núverandi gengi.
Úthlutaðar aflaheimildir eru 12.232 þorskígildi. Um 6.700 tonn af kvótanum eru þorskur samkvæmt yfirliti Fiskistofu og 1.000 tonn af ýsu. Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta er hvert kg af þorskveiðiheimild selt á 3.000 – 3.200 kr í aflamarkskerfinu. Samkvæmt því má áætla verðmæti kvóta fyrirtækisins 30 -36 milljarða króna. Setja verður þó þann fyrirvara að þorskígildisútreikningar endurspegli verðmæti kvóta í einstökum tegundum.
Reynist þetta raunhæft mat á verðgildi kvótans er um 22 – 28 milljarða króna dulin eign í efnahagsreikningi fyrirtækisins. Að þessu gefnu verða eignir HG hærri en efnahagsreikningur segir til um og eru 38 – 44 milljarðar króna og eigið fé 24 – 32 milljarða króna í stað 4 milljarða króna sem bókfært er í ársreikningi félagsins.
Til samanburðar má nefna að nýlegt verðmat á Arnarlax sem finna má í norsku kauphöllinni er tvöfalt hærra eða um 52 milljarðar króna. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Kristján G. Jóhannsson. Aðrir í stjórn eru Gunnar Jóakimsson, Guðmundur A. Kristjánsson, Guðrún Aspelund og Inga S. Ólafsdóttir. Framkvæmdastjóri er Einar Valur Kristjánsson.
Hluthafar eru 38. Tíu stærstu hluthafarnir eru:
Ísfirsk fjárfesting ehf. 29,16% , Kristinn Kristjánsson 5,06%, Langeyri ehf. 11,71%, Steinar Örn Kristjánsson 5,05% , Einar Valur Kristjánsson 7,09%, Guðmundur A. Kristjánsson 5,03%, Kristján G. Jóhannsson 5,89%, Margrét Ingimarsdóttir 4,94%, Cató ehf. 5,06% og Leó Jóhannsson 3,92%. segir í frétt Bæjarins besta, BB.is