-4.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Rólegheita veður í dag og framan af morgundegi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Rólegheita veður í dag og framan af morgundegi en svo sækir að norðanverðu landinu úrkomubakki sem sem rignir úr en áfram verður þurrt syðra. Aðfararnótt laugardags dregur svo úr úrkomunni fyrir norðan og kólnar og má þá búast við slydduéljum í byggð, einkum norðaustanlands.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 3-8 og bjart með köflum. Hæg breytilg átt og léttskýjað að mestu í kvöld. Norðlægari seint á morgun. Hiti 6 til 10 stig að deginum en svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað í dag, en hvassara og sums staðar væta við S-ströndina og allra vestast í fyrstu. Hiti 4 til 10 stig að deginum.
Hæg breytileg átt á morgun og víða léttskýjað, en þykknar upp fyrir norðan. Norðaustan 3-8 og rigning þar annað kvöld, einkum við ströndina. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 15.10.2020 04:09. Gildir til: 16.10.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og þurrt að kalla S-lands, en lítilsháttar slydda eða snjókoma norðan heiða. Vaxandi suðvestanátt og fer að rigna um kvöldið, fyrst NV-til. Hiti 1 til 6 stig.
Á sunnudag:
Breytileg og síðar norðaustlæg átt, 10-18 m/s NV-til um kvöldið. Víða rigning eða slydda og snjókoma til fjalla fyrir norðan, en styttir upp syðra seinnipartinn. Hiti 0 til 5 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðlægar áttir, lítilsháttar slyddu eða snjókomu og kólnandi veður, en lengst af bjartviðri syðra.
Spá gerð: 15.10.2020 07:55. Gildir til: 22.10.2020 12:00.