• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 13. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Afkoma borgarinnar 13 milljörðum undir áætlun

Einar Þorsteinsson

,,Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna“ – Takk hátt­virti borgar­stjóri Einar Þor­steins­son

,,Nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana"

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
15. október 2024
in Aðsent & greinar, Fréttir, Innlent
A A
0

Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína.

Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar

Takk fyrir að benda kennurum á hvað það er dýrt fyrir sveitarfélögin að þeir séu svona mikið veikir, ég er viss um að ræðan þín verði nú til þess að við förum nú að hætta því veseni. Fussum svei! Það er svo ótrúlega dýrt fyrir sveitarfélögin að vera með svona lata kennara sem nenna ekki að vinna vinnuna sína.

Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp!

Takk fyrir að sýna okkur hvað við erum í góðum höndum með yfirmann sem ber svona mikla virðingu fyrir og styður við bakið á undirmönnum sínum í kjarabaráttu þeirra.

Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju.

Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana.

Takk!

Höfundur er kennari í Reykjavík.

Fá­rán­legar hug­myndir

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    54 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Alvarlega slasaður vegna hnífsstungu

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Veitingahúsið Eyri er fimm stjörnu og er við Hjalteyri

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Hitinn getur farið yfir 28 stig – mögulegt að met verði slegin

    2 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?