Tilkynnt var um innbrot / þjófnað í hverfi 105 um klukkan eitt í nótt. Maður fór inn í íbúð og reynir að stela verðmætum er húsráðandi kom að honum.
Maðurinn er sagður hafa dregið upp eggvopn og otað að húsráðanda og kom til átaka þar sem húsráðandinn náði taki á innbrotsaðilanum. Húsráðandi fékk skurð á hendi og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild. Innbrotsaðilinn var handtekinn og fyrst fluttur á Bráðadeild til skoðunar en síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
19:09 Tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut móts við Stekkjarbakka, hverfi 109. Bifreið ekið í hlið næstu bifreiðar og festust bifreiðarnar saman um tíma. Annar ökumaðurinn fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild, kenndi eymsla í baki , mjöðm og víðar. Hinn ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann kvaðst á vettvangi ekki finna til eymsla en eftir sýnatöku og vistun í fangageymslu kvaðst hann finna til í hálsi og víðar. Hann var færður á Bráðadeild til aðhlynningar og að því loknu aftur vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
23:40 Tilkynnt um líkamsárás á Breiðholtsbraut hverfi 109. Ökumaður bifreiðar verður fyrir árás frá farþegum sem hann hafði boðið far úr hverfi 108. Farþegarnir ( 2 menn ) vildu að þeim yrði ekið í Hafnarfjörð en ökumaðurinn var að fara í Breiðholtið og höfðu mennirnir í fyrstu viljað fara þangað. Ökumaðurinn var kýldur ítrekað í andlitið og kveikjuláslyklar bifreiðarinnar teknir. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
03:18 Tilkynnt um innbrot / þjófnað í ísbúð, hverfi 201. Spenntur upp gluggi, farið inn og stolið peningum úr sjóðsvél.