Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi lægð yfir Vestfjörðum fer norðaustur í dag. Henni fylgir leiðindaveður og hafa verið gefnar út viðvaranir fyrir allt land, gular vestantil en appelsínugular fyrir austan.
Í stuttu máli eru þær vegna dimmra élja vestanlands, hríðarveðurs norðan heiða og mikillar veðurhæðar á Austfjörðum og Suðausturlandi í kvöld. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast með veðurspám og viðvörunum.
Næstu daga er síðan útlit fyrir að víðáttumikið lægðasvæði yfir Skandinavíu og hæð yfir Grænlandi beini til okkar kaldri norðanátt með éljum, en lengst af þurru veðri sunnantil á landinu.
Spá gerð: 15.11.2024 06:25. Gildir til: 16.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum í dag, en snjókomu um landið norðanvert. Úrkomulítið sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestanlands. Hiti nálægt frostmarki. Norðvestan 20-28 á Suðausturlandi og Austfjörðum í kvöld.
Norðan 8-15 m/s á morgun, en 15-23 austanlands fram eftir degi. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 15.11.2024 03:34. Gildir til: 16.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðan 8-15 m/s, en 15-23 austanlands fram eftir degi. Snjókoma með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr ofankomu seinnipartinn, hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og snjókoma með köflum um landið norðaustanvert, annars úrkomulítið. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og stöku él við ströndina.
Spá gerð: 14.11.2024 20:04. Gildir til: 21.11.2024 12:00.
Óvissustig: Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði – Lokanir vegna veðurs