Helstu atriði úr dagbók lögreglu frá 17:00-05:00 Þegar þetta er ritað gistir einn í fangageymslu lögreglu. Alls eru 79 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
- Ökumaður stöðvaður fyrir að aka gegn rauðuljósi, á von á sekt.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um óvelkomin ölvaðan aðila, lögregla fór á vettvang og vísaði honum út.
- Ökumaður stöðvaður fyrir að vera sviptur ökuréttindum, látin hætta akstri og á von á sekt.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, einnig grunaður um sölu og dreifingu á læknalyfjum.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, einnig án ökuréttinda og fyrir að varsla fíkniefni. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um tónlistarhávaða í heimahúsi, lögregla fór á vettvang og bað húsráðanda um að lækka.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fyrir að varsla fíkniefni. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna, einnig sviptur ökuréttindum. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um mann með skurð á höfði eftir slagsmál á skemmtistað í miðbæ Reykjarvíkur. Lögregla fór á vettvang og ræddi við aðila hann var mjög ölvaður og afþakkaði alla aðstoð lögreglu en var ekið af sjúkraflutninga mönnum á bráðamóttöku til frekari aðhlynningar.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna með barn í bílnum. Ökumaður látin laus að blóðsýnatöku lokinni, barnavernd kölluð til.
- Ökumaður handtekinn grunaður akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna einnig sviptur ökuréttindum. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um ungmenni kasta eggjum í hús, ungmenni fundust ekki.
- Tilkynnt um framkvæmdar hávaða eftir leyfilegan tíma, lögregla fór á vettvang og bað aðili að hætta.
- Tilkynnt um tónlistarhávaða í heimahúsi, lögregla fór á vettvang og bað húsráðanda um að lækka.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um tónlistarhávaða í heimahúsi, lögregla fór á vettvang og bað húsráðanda um að lækka.
- Tilkynnt um aðila til vandræða í strætó, neitar að borga og að yfirgefa vanginn. Lögregla fór á vettvang.
- Ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur og var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Ók 109 km/klst. þar sem hámarkshraði var 50 km/klst. Á einnig von á sekt.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, hann látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um umferðaóhapp, eignatjón ekki slys á fólki. Lögregla fór á vettvang.
- Ökumaður handtekinn grunaður akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna einnig sviptur ökuréttindum. Látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um tónlistarhávaða í heimahúsi, lögregla fór á vettvang og bað húsráðanda um að lækka.
Umræða

