42 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17-05 og gista fjórir fangaklefa þegar þetta er ritað. Hér eru nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu á tímabilinu, listi þessi er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
Maður handtekinn í hverfi 105 þar sem hann var til vandræða í fjölbýlishúsi, þegar lögregla hafð afskipti af honum vildi hann ekki gefa upp nafn og kennitölu, maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem hann gerði grein fyrir sér og var í framhaldi sleppt.
Óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í hverfi 101 þar sem aðilinn var til vandræða og vildi ekki borga fyrir drykk sem aðilinn hafði drukkið á staðnum.
Aðili handtekinn á bar í hverfi 101 vegna líkamsárásar og hótanna, maðurinn vistaður í fangaklefa.
Tveir aðilar handteknir í hverfi 105 þar sem þeir höfðu komið sér fyrir inn í ruslageymslu fjölbýlishúss og svo kveikt eld þar inni, mennirnir báðir vistaðir í fangaklefum.
Lögreglustöð 2
Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi 210 vegna þjófnaðar, málið afgreitt á staðnum með vettvangsskýrslu.
Bifreið ekið út af Krýsuvíkurveginum, minnihátta meiðsli.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hávaða sem barst frá partý í hverfi 220.
Lögreglustöð 3
Umferðaróhapp í hverfi 201 þar sem bifreið var ekið á ljósastaur.
Lögreglustöð 4
Skráningarmerki fjarlægð af fjórum bifreiðum á hverfi 110 vegna vanrækslu á að færa bifreiðarnar til aðalskoðunar.

