Lottó 5/40 – Þrír með fyrsta vinning
Þrír heppnir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins og fær hver þeirra rúmlega 7,2 milljónir í vinning. Allir miðarnir voru keyptir á lotto.is. Þá voru tveir miðahafar með bónusvinninginn og hlýtur hvor þeirra 258.970 kr. Annar miðinn var keyptur á lotto.is og hinn er í áskrift
Tíu voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Fjórir miðanna eru í áskrift, þrír voru keyptir á lotto.is, tveir voru keyptir í appinu og einn var keyptur í Olis, Álfheimum 49 í Reykjavík
Umræða