-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Þrennt var í bíln­um sem hafnaði í sjón­um

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Þrennt var í bíln­um sem hafnaði í sjón­um í Skötuf­irði á ell­efta tím­an­um í morg­un. Slysið er al­var­legt en unnið er að því að veita þeim aðstoð á vett­vangi. Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar eru að lenda á slysstað, rúv.is greindi fyrst frá. Skötufjörður er í Ísafjarðardjúpi í um 40 til 50 mínútna akstursleið frá Ísafirði.

Þar segir jafnframt að ,,hópslysaáætlun hafi verið virkjuð sem og Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð. Litlar upplýsingar er að hafa eins og staðan er núna, en samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er gríðarleg hálka á svæðinu og talið er að hún sé orsök slyssins.

Þrír kafarar og tveir læknar eru um borð í þyrlum Gæslunnar og búist er við því að fyrri þyrlan nái til Skötufjarðar um klukkan 11:40. Kafarar og læknir eru um borð í þeirri þyrlu.  Fréttin verður uppfærð um leið og nýjar upplýsingar berast.