Við erum stolt að kynna ný námskeið sem fjalla um tengslarof og tengslaskerðingu á milli barns og foreldris í kjölfar skilnaðar. Tengslarof, sem á sér stað án raunverulegrar ástæðu, hefur alvarleg og langvarandi áhrif á líf barna, foreldra og aðstandenda.
Áætlað er að í 10–15% skilnaða á Íslandi komi fram einhvers konar útilokun. Foreldraútilokun er vaxandi vandamál sem kallar á aukna fræðslu og stuðning við þau sem verða fyrir þessari tegund ofbeldis.
Um námskeiðið
Tvö námskeið eru í boði, ætluð foreldrum, aðstandendum og fagfólki sem vinna að þessum málum:
● Kl. 10:00: Fræðslunámskeið um foreldraútilokun – rannsóknir, algeng mistök og verkfæri til að forðast þau.
● Kl. 13:30: Hvernig tala ég við útilokandi/fráhverft barn? Hvaða mistök er hægt að forðast? Verkfæri og tillögur að samskiptum.
Námskeiðin fara fram í húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Hlíðarfæti 17, Reykjavík.
Næstu námskeið
- 18. janúar 2025
8. febrúar 2025
8. mars 2025
5. apríl 2025
10. maí 2025
Athugið: Stefnt er að því að halda námskeið á Akureyri á næstunni (nánar auglýst síðar).
Skráning á námskeið
Leiðbeinandi
Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, sem hefur starfað við málaflokkinn frá árinu 2011, leiðir námskeiðin. Hún lauk háskólanámi í foreldraútilokun frá Möltu og hefur víðtæka reynslu af því að fræða og styðja fólk í þessum aðstæðum.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa lent í foreldraútilokun eða tengjast málaflokknum að sækja þessi námskeið eða deila upplýsingum með öðrum. Skráðu þig í dag eða hafðu samband í síma 419 6000 til að fá nánari upplýsingar.

Frumvarp til nýrra barnalaga – Samið af okkur, fólkinu, foreldrum
Við erum sannfærð um að börn og foreldrar á Íslandi eigi betra skilið. Vegna stjórnarslita í nóvember fór löngu tímabær endurskoðun barnalaga forgörðum. Því hefur Foreldrajafnrétti tekið af skarið og unnið drög að nýju frumvarpi til laga um barnalög, þar sem lögð er áhersla á:
- Sameiginlega forsjá frá fæðingu barns
- Skipta búsetu sem meginreglu
- Réttindi barna til jafnrar umgengni við báða foreldra
Þetta frumvarp verður kynnt öllum alþingismönnum þegar þing kemur saman síðar í mánuðinum. Áhugasamir aðilar sem vilja taka þátt í þessu h-verkefni eru hvattir til að hafa samband í síma 419 6000.
Skráning í félagið
Aðalfundur Foreldrajafnréttis
Aðalfundur félagsins verður haldinn 9. mars 2025. Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á netfangið foreldrajafnretti@foreldrajafnretti.is
Kjörnefnd leggur fram tillögu að stjórn og meðlimum í fulltrúaráð. Aðilar áhugasamir um leggja félaginu lið sendið tölvupóst á netfangið foreldrajafnretti@foreldrajafnretti.is
Dagskrá og fyrirkomulag aðalfundar er tilgreind í 4. gr. laga félagsins. Athugið að ganga þarf frá félagsgjöldum áður. Greiðsluseðill fyrir félagsgjöldum er sendur út í lok janúar.
Frekari upplýsingar í síma félagsins 419 6000.
Endurgjöf
Okkur þætti mjög vænt um að fá endurgjöf á þetta fréttabréf. Með því að smella á hnappinn hér getur þú svarað þreumur einföldum spurningum um þetta fréttabréf og skrifað skilaboð til okkar.
Endurgjöf
Áskrift að fréttabréfinu
Ef þú ert að skoða þetta fréttabréf án þess að hafa fengið það sent beint til þín beint, getur þú skráð þig á póstlistann okkar hér. Þar með færð þú framtíðar fréttabréf okkar send beint til þín.