Engin tannlæknastofa uppfyllti öll skilyrði sem lög og reglur gera til upplýsingagjafar um þjónustuna
Neytendastofa gerði könnun í júlímánuði 2018, á upplýsingagjöf hjá tannlæknastofum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 22 tannlæknastofa á landinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
Einnig var kannað hvort allar tilskyldar upplýsingar um tannlæknastofurnar kæmu fram á vefsíðum þeirra. Könnun Neytendastofu leiddi í ljós að engin tannlæknastofa uppfyllti öll þau skilyrði sem lög og reglur gera til upplýsingagjafar um þjónustuna. Neytendastofa upplýsti tannlæknastofurnar í framhaldi um þær skyldur sem á þeim hvíla og fór fram á úrbætur.
Síðla árs 2018 kannaði Neytendastofa aftur vefsíður tannlæknastofanna. Kom þá í ljós að einungis ein tannlæknastofa hafði gert viðeigandi úrbætur. Var því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða til að ná fram úrbótum. Í kjölfarið voru send bréf til 21 tannlæknastofa í desember þar sem farið var fram á úrbætur.
Þann 29. janúar 2019 tók Neytendastofa ákvarðanir um dagsektir á 3 tannlæknastofur sem höfðu ekki gert viðeigandi lagfæringar á vefsíðum sínum, þrátt fyrir ítrekuð bréf Neytendastofu þess efnis. Ákvarðanirnar má nálgast hér
Tengt efni:
https://www.fti.is/2018/11/13/tannlaekningar-a-70-prosent-laegra-verdi-2/