-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Bifreiðaskoðun: Hertar reglur og akstursbann frá 1.mars

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ný skoðunarhandbók ökutækja tekur gildi þann 1. mars næstkomandi. Handbókin leysir af hólmi núverandi skoðunarhandbók sem tók gildi 1. maí 2017. Nýja handbókin er að langstærstu leyti sambærileg þeirri eldri hvað varðar skoðunaratriði, skoðunaraðferðir, tækjabúnað og dæmingar.

Þó má finna áherslubreytingar, ný skoðunaratriði og nýja uppsetningu. Skoðunarhandbókin er byggð á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021 og á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/45, með síðari breytingum.

Meðal þeirra atriða sem breytast með nýrri skoðunarhandbók þann 1. mars eru:
  • Viðmið um virkni stöðuhemla á öllum ökutækjum eru hert þannig að það sem áður var lagfæring verður nú endurskoðun.
  • Óvirkir stöðuhemlar á stærri ökutækjum (bílum og vögnum) valda því nú að notkun þeirra verður bönnuð en var áður endurskoðun.
  • Eitthvað er um strangari dæmingar á ljósabúnað, fá þá endurskoðun í stað lagfæringar áður. Á þetta við um flest ljósker (háljós, stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós og þokuljós). Tiltölulega auðvelt er fyrir umráðamenn ökutækja að ganga úr skugga um að ljós virki áður en farið er í skoðun. Við þessa breytingu á handbókinni er því ástæða til að hvetja umráðamenn til að gera það.
  • Algjörlega óvirk hemlaljósker (engin hemlaljós virka) verður nú akstursbann (var endurskoðun áður).
  • Eitthvað er um hertar dæmingar á hjólbarða, alvarlegar skemmdir eða sprungur valda nú notkunarbanni en var endurskoðun áður, og mikið slit á hjólbörðum stærri ökutækja er alltaf endurskoðun (en gat verið lagfæring í einhverjum tilvikum áður).
  • Í nýrri handbók verða betri upplýsingar fyrir skoðunarmenn af ýmsu tagi sem auka munu möguleika þeirra til að standa faglega að skoðun einstakra hluta ökutækisins.
  • Verklagi skoðunarstofanna við meðhöndlun breytinga á ökutækjum hefur verið breytt. Breyting þarf nú að vera bæði leyfileg og helst fullfrágengin til að hljóta samþykki skoðunarstofu.
  • Áréttaðar eru skyldur skoðunarmanna um að kynna niðurstöðu skoðunar vel fyrir eiganda (umráðamanni), sérstaklega þegar athugasemdir hafa verið gerðar við ástand ökutækisins.

 Nánari upplýsingar um helstu breytingarnar má nálgast hér .