Fremur hæg austlæg átt í dag en 8-15 m/s við ströndina austantil á landinu fram á kvöld. Þurrt á Norðurlandi en él eða slydduél annarsstaðar og sum þeirra geta verið kröftug og dimm, einkum suðaustanlands. Það styttir upp um vestanvert landið í dag, en í kvöld og nótt snýst í vestlægaátt og má aftur búast við éljum þar í kjölfarið, og styttir þá upp austantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en frost 1 til 6 stig inn til landsins í nótt, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu.
Á mánudag gengur svo í sunnan 10-15, hlýnar og fer að rigna en þurrt norðaustan og austanlands.
Spá gerð: 16.03.2019 06:27. Gildir til: 17.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, yfirleitt 3-10 m/s en 10-15 við SA-ströndina. Él á S-verðu landinu, en skýjað með köflum fyrir norðan. Snýst í suðvestan 8-13 með éljum seint í kvöld og nótt, en rofar til eystra. Suðlæg átt, víða 5-10 og él á morgun, en bjart með köflum NA-lands. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en frost 0 til 5 stig í nótt. Spá gerð: 16.03.2019 09:57. Gildir til: 18.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Gengur í sunnan 10-18 m/s með rigningu og hlýnandi veðri, hvassast NV-til, en þurrt NA-lands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast nyrst.
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast við SV-ströndina, en bjart A-til. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Suðvestanáttir og éljagangur en úrkomulítið eystra. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Spá gerð: 16.03.2019 07:55. Gildir til: 23.03.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hæg austlæg átt í dag en 8-15 m/s við ströndina austantil á landinu fram á kvöld. Þurrt á Norðurlandi en él eða slydduél annarsstaðar og sum þeirra geta verið kröftug og dimm, einkum suðaustanlands. Það styttir upp um vestanvert landið í dag, en í kvöld og nótt snýst í vestlægaátt og má aftur búast við éljum þar í kjölfarið, og styttir þá upp austantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en frost 1 til 6 stig inn til landsins í nótt.
Á mánudag gengur svo í sunnan 10-15, hlýnar og fer að rigna en þurrt norðaustan og austanlands.
Spá gerð: 16.03.2019 06:27. Gildir til: 17.03.2019 00:00.