Dagurinn kostar 50 milljónir fyrir ríkissjóð
Ríkið ber kostnað fyrst í stað af sýnatöku úr farþegum á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins 15. júní. Stefnt er að því að hvert sýni kosti ekki meira en 50 þúsund krónur og hægt verður að taka allt að eitt þúsund sýni á dag.
,,Hverskonar spilling er þetta eiginlega, hverjum er verið að borga núna, en nú á að hrifsa 50.000 kr. úr vösum skattgreiðenda vegna hvers og eins túrista sem kemur til landsins! Fyrir 1000 manns á dag verða þetta 50 milljónir.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson á vef sínum og undrast að ríkið ætli að greiða 50 milljónir fyrir hverja þúsund farþega en að meðaltali koma til landsins u.þ.b. 6500 farþegar á dag, hvern einasta dag ársins og miklu fleiri yfir sumarið í venjulegu árferði.
,,Þessi 50 þúsund er oft helmingi hærri upphæð en flugmiðinn kostar á milli landa!! og 10 sinnum hærri upphæð en nánasargjöf stjórnvalda til íslensku þjóðarinnar til að ferðast um sitt eigið land en hún var 5000 kr. Þeir hefðu frekar átt að senda hverjum Íslending 50.000 kr. til að ferðast um okkar eigið land. Hvar endar þessi endemis vitleysa?“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi sem ætlar að standa með þjóðinni gegn spillingu