Hátíðarhöld 17. júní verða með ofurlítið öðru sniði en verið hefur síðustu árin. Ákveðið var að hafa alla dagskrána í og við Lystigarðinn og er fyrst og fremst horft til þess að bjóða upp á góða dagskrá fyrir alla fjölskylduna yfir daginn.
Nú er orðin hefð fyrir því að blómabíllinn keyri um bæinn áður en formleg dagskrá hefst og verður Kristinn Örn Jónsson, Tinni, á ferðinni milli kl. 11 og 12 á fallega fornbílnum sínum. Hann leggur af stað frá Naustaskóla kl. 11 og endar ferðina við Lystigarðinn.
Skrúðgangan leggur af stað frá gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti kl. 12.30 og formeg dagskrá í Lystigarðinum hefst kl. 13. Að lokinni hátíðardagskrá hefst fjölskylduskemmtun í vestari hluta garðsins og á hinni svokölluðu MA-flöt fyrir ofan Lystigarðinn.
Allt um dagskrá dagsins er að finna HÉR.
Fögnum þjóðhátíð Íslendinga saman frá kl. 12.30 til 17.00.
Fólk er hvatt til að nota umhverfisvænan ferðamáta til að komast til og frá Lystigarðinum.