Frá kl. 05:00 til kl. 17:00 voru 87 mál skráð í löke, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Þetta eru helstu verkefni á því tímabili:
- Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Kl. 06:53 Tilkynnt um hávaða í hverfi 101, aðilinn lofaði að lækka tónlistina
- Kl. 10:18 -11:37 Fimm ökumenn stöðvaðir í hverfi 108 fyrir og hraðan akstur , afgreitt með vettvangsformi Hraði frá 106 til 127 kmh á 80km kafla
- Kl. 14:53 Tilkynnt um hávaða í hverfi 105, aðilinn lofaði að lækka tónlistina
- Kl. 15:30 Tilkynnt um innbrot og þjófnað í geymslu í hverfi 107, gerandi ókunnur
- Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Kl. 13:06 Tilkynnt um brunalykt í blokk í hverfi 220, engan reyndist koma úr lyftuhúsi eld að sjá og lyktin dofnaði mjög fljótt
- Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Kl. 09:40 Ökumaður stöðvaður í hverfi 200 vegna of hraðs aksturs 70/50, afgreitt með vettvangsformi
- Kl. 09:08 Ökumaður stöðvaður í hverfi 109 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
- Lögreglustöð 4 Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Kl. 08:09 Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 113, þarna hafði drengur dottið á hlaupahjóli, lítil meiðsli
- Kl. 09:53 Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 113, þarna höfðu tvær bifreiðar lent í árekstri og ökumaður í annarri bifreiðinni kenndi til í mjöðm og brjóstkassa og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans
- Kl. 16:47 Tilkynnt um eld í hverfi 111, þarna er eldur í þaki slökkvilið á vettvangi ekki vitað hversu alvarlegt er á þessu stigi
Umræða